Dagskrá og markmið

Dagskrá Framúrskarandi konur á Spáni  9.-16. maí 2017

Fimmtud. 27. apríl, Undirbúningsfundur
17:00 -19:00 Hópurinn hittist á Íslandi. Verkefnum útdeilt og vinna sett í gang

Þriðjud.   09. maí, Komudagur í Albir - hristum okkur saman    
06:25 - 13:00  Flug með Primeraair frá Keflavík til Alicante
13:00 - 16:00  Skráum okkur inn, frjáls tími
16:00 - 19:00  Kennslahefst, farið yfir væntingar og dagskráin sett í gang
20:00 - 00:00  Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu                                                                     

Miðvikud. 10. maí, Námskeið,  göngutúr og verkefnavinna
08:00 - 09:00  Morgunverður
09:00 - 13:00  Kennsla, Fortíð. ÉG í fókus, bakpokinn, Tímalínan og 9 talnakerfin
13:00 - 16:00  Sameiginlegur hádegisverður á hótelinu. Göngutúr og verkefnavinna
16:00 - 18:00  Kennsla, Fortíð. Hver er ÉG? Hugsana- ogstreituviðbrögð          
19:00 - 00:00  Kvöldverður frjálst 

Fimmtud.  11. maí, Námskeið – verkefnavinna og frjáls tími
08:00 - 09:00  Morgunverður
09:00 - 13:00  Kennsla, Fortíð. Hvaðan kem ÉG? Tímalínan og Rökréttu þrepin
13:00 - 14:00  Sameiginlegur hádegisverður á hótelinu  
14:00 - 16:00  Kennsla, verkefnavinna
16:00 – 00:00 Frjáls tími, SPA og slökun á hótelinu, göngutúr, völdverður frjálst

Föstud. 12. maí, FRÍDAGUR , slökun, tengslamyndun, kvöldvaka
08:00 - 00:00  Morgunverður, FRÍ, slökun, SPA, göngutúr, tengslamyndun og bara njóta
20:00 - 00:00  Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu, kvöldvaka „tjútt og fútt“

Laugard. 13. maí, Námskeið, göngutúr og kvöldverður í ALTHEA
08:00 - 09:30  Morgunverður
10:00 - 13:00  Kennsla, Nútíð. Verðgildin MÍN, merking orða og rammar
12:00 - 13:00  Hádegisverður á hótelinu, frítími  
13:30 - 00:00  Göngutúr til Althea fyrir þær sem vilja, kvöldverður frjálst                                              

Sunnud. 14. maí, Frjáls morgun og námskeið    
08:00 - 14:00  Morgunverður, göngutúr fyrir þær sem vilja, hádegisverður frjálst
14:00 - 18:00 Kennsla, Nútíð. Hvar er ÉG? Lífshjólið MITT og lífsstefna  
20:00 - 00:00 Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu 

Mánud. 15. maí, Námskeið, frjáls tími og slökun fyrir heimferð
08:00 - 09:00 Morgunverður
09:00 - 13:00 Kennsla Framtíð. Hvert fer ÉG? Stefnumótun og markmiðin MÍN
12:00 - 13:00 Hádegisverður frjálst
13:00 - 23:00                      

Þriðjud. 16. maí, Heimferð. Ath. möguleiki á að framlengja dvöl fyrir þær sem vilja  
08:00 - 00:00 Morgunverður, ferðalok, svörun og eftirfylgni
14:00 - 16:45 Flug frá Alicante til Keflavík með Primeraair

*Eftirfylgni og markþjálfun eftir heimkomu 31. maí. farið verður yfir framvindu og markplan

Markmið og innihald  Ferð & Fræðsla fyrir Framúrskarandi konur  

Markmið

  • Þú fáir innsýn í hugsanaferli þitt og viðbrögð
  • þú finnir nýjar leiðir til að auka þroska þinn og vöxt
  • þú náir dýpri tengingu gildi þín og lífsstefnu
  • þú fáir fleiri valmöguleika og til að breyta heftandi atferli
  • að þú fáir skemmtilegar upplifanir og stærra og nánara tengslanet
  • að námskeiðið standi með þér áfram í lífinu  

1. KYNNING OG VERKEFNAVINNA SETT Í GANG
Hristum saman hópinn með notkun Johari´s- og samskiptamódelsins. Við skoðum heimaverkefnin og samsetningu hópsins út frá 9 Enneagram persónuleikamódelinu. Skoðum viðbragðamynstur okkar og grunnhegðun. Við setjum ramma fyrir ferðina og  byggjum upp traust og nálægð með hópnum sem er undirstaða fyrir gott hópefli.

2. FORTÍÐ, BAKPOKINN, TÍMALÍNAN og NÍU PUNKTA TALNAKERFIÐ (Enneagram)
Hér skoðum við hvernig orð verður að tilfinningu og hvernig við hugsum um og upplifum það sem gerist.
það er ekki hvað þú upplifir heldur hvernig þú upplifir það.  Við finnum leiðir til að auka meðvitund okkar með því að taka meiri ábyrgð og stjórn á eigin tilfinningum og hegðun.

3. FORTÍÐ, TÍMALÍNAN, RÖKRÉTTU ÞREPIN OG VIÐBRAGÐAMYNSTUR
Hvaðan komum við og hvernig er t.d. umhverfið meðvirkandi þáttur í uppbyggingu sjálfsmyndar okkar? Við finnum hugsanamynstur sem eru hvetjandi og letjandi og lærum að vinna með þau letjandi og um leið breyta þeim og sjá nýja valmöguleika.

4.   FORTÍÐ og NÚTIÐ, VERÐGILDI, VERÐGILDARÖÐUN OG ÍSJAKINN
Finnum mikilvægustu gildin og vinnum með merkingu þeirra og undirliggjandi gildi sem hugsanlega gefa okkur ómeðvitaðar hindranir. Við forgangsröðum gildunum og finnum þau mikilvægustu. Þetta eykur meðvitund um það sem virkilega skiptir máli í lífinu og byggir upp hvata og löngun til að ná mikilvægum markmiðum.

5.  NÚTIÐ OG LÍFSHJÓLIÐ
Hér fyllum við út eyðublað með Lífshjólinu sem byggir á þeirri gilda- og Tímalínuvinnu sem við höfum gert. Við skoðum lífið í heild þar sem við einblínum á hvernig lífstaðan er akkúrat NÚNA. Þetta er opinberun fyrir flesta. Lífshjólið sýnir hvernig við höfum það hér og nú oggefur okkur hvatningu til að gera þær breytingar sem við óskum.

6.  FRAMTÍÐ,  FRÁ DRAUMI TIL MARKMIÐS
Á þessu stigi lærum við um muninn á draumi og markmiði og hvernig við getum nýtt okkur verkefni og æfingar úr NLP markþjálfun til að setja raunhæf og framkvæmanleg markmið þar sem við sjálf sitjum við stjórnina.

7.  FRAMTÍÐ, MARKMIÐ OG FRAMKVÆMDAPLAN
Hvernig hafið þið það og hvar eruð þið staddar með tilliti til markmiða. Hversu langt þið eruð  komnar?

Kenndar verða aðferðir sem tryggja framgang verkáætlunar .

Greinar og fréttir

19.05.2016

Ummæli nemenda

NLP nam 1

  14. maí útskrifaði Bruen 6 nýja NLP-Practitioner markþjálfa sem nú eru tilbúnir í 12 mánaða verklegt þjálfunarferli.

Nánar
19.05.2016

2016 NLP-Coach nám hefst

NLP nam 2

1. september 2016 Byggir á grunnhæfnisþáttum NLP-Practitioner Coach og ICF um ACC vottun. Með sameiningu NLP og markþjálfunar er Bruen að bjóða nám í notkun 2ja virkustu leiða í sjálfsskoðun, samskiptum, breytingaferli og stefnumótun.

Nánar
19.05.2016

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í þjálfunarferli

Utskrift3

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í 12 mánaða þjálfunarferli 23.

Nánar
07.05.2015

Tímalína / Timeline

10360466 822223747862549 4746467612069438904 n

Tímagreining • Hvernig greinum við milli nútíðar, þátíðar og framtíðar? • Hvernig vitum við að eitthvað sem við höfum upplifað sé í raun fortíðin? • Hvernig vitum við að það sem við áætlum að gera, gerist í framtíðinni? Flestir...

Nánar

Þjónusta í boði

Bruen - Brúin
Hrefna Birgitta
Samstarfsaðilar
Coach      
Fyrir fyrirtæki
Leiðtogaþjálfun    

Fyrir hið opinbera
Hópþjálfun
Fyrir einstaklinga
Spurt og svarað
Hafa samband
Skrá sig á námskeið

NLP-Practitoner
NLP- meðhöndlun

Coaching námskeið

BTM námskeið 

Markmið & stefnumótun
Stafsmannasamtalið
Fyrirlestrar
styttri námskeið
Umsagnir 
Greinar

Ferðir og Fræðsla
Breyttur lífsstíl
Hvað er Coaching?
Hvað er NLP?
Fréttir