Lífstílsferð fyrir flottar konur

Albir Playa Hotel & Spa á Spáni 3.- 10. október 2017

NLP námskeið í sjálfsskoðun og stefnumótun

Bruen & Heimsferðir tengja saman innra og ytra ferðalag með 7 daga náms- og slökunarferð til  Spánar. Við leiðu saman flottar konur og förum með þeim gegnum einstakt námskeið í sjálfsskoðun og stefnumótun með það markmið að auka innsýn í sjálfsmynd, gildi, lífsstöðu og stefnu. Námskeiðið byggir á aðferðafræði NLP og markþjálfunar sem eru tvær af áhrifaríkustu aðferðum sem notaðar eru í dag. Auk þess förum við í hugleiðslu og gönguferðir.  

Markmið ferðarinnar er einnig að gefa þér einstakt tækifæri til að stækka tengslanet þitt með því að kynnast fleiri konum og gefa þér kost á að byggja upp góð og varanleg sambönd sem geta opnað fyrir óvænta og gagnlega möguleika og vináttu í framtíðinni.

Þegar þú snýrð heim á ný munt þú upplifa að slóð þín til vaxtar hefur stækkað og þú hefur fengið fleiri gagnleg verfæri með í töskuna þína á leið heim til Íslands, það er að segja „verkfæri“ sem ekki gefa yfirvigt á farangurinn. 

Við blöndum saman frábæru námskeiði, alvöru, gleði, sól og slökun. Við erum viss um að ferðin muni gefa þér bæði ytri og innri upplifun. Styrkja tengslanet þitt og opna fyrir marga nýja möguleika, jafnt í einkalífi sem og starfi. LÍFSSTÍLSFERÐ SEM MUN LIFA MEÐ ÞÉR.

Ef þú ert kona sem vilt vinna að persónulegum vexti Þá er tækifærið hér til að slást í för með öðrum flottum og frábærum konum.

Ath. möguleika á styrk hjá stéttarfélögum vegna námskeiðs- og ferðakostnaðar.

Verð:
199.900 kr. í tvíbýli  
224,500 kr. í einbýli  

Innifalið: flug, skattar, 1 taska/ 23 kg. akstur til og frá flugvelli, gisting í 7 nætur á Hótel Albir Playa með hálfu fæði morgunverður og hádegisverður eða kvöldverður, 26 stunda námskeið, námsgögn persónuleikakort og eftirfylgni.  

Nánari upplýsingar og skráning hjá                                                                    
Hrefna Birgitta Bjarnadóttir        sími 899 1939, bruen@bruen.is
Sirrý / Sigríður V. Árnadóttir       sími 595 1042, victoria@heimsferdir.is                     

http://www.heimsferdir.is/tegund-ferda/gonguferdir/framurskarandi-konur/                   
http://www.albirplayahotel.com/   

Ath. takmarkaður fjöldi þátttakenda svo hér gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.  

Ítarlegri upplýsingar um Markmið og innihald ferðar má nálgast hér

Fararstjóri og leiðbeinandi:

Hrefna Birgitta Bjarnadóttir      

 12321619 945319348886321 7559824862494299638 n

Hrefna Birgitta er eigandi Bruen og hefur síðastliðin 30 ár verið sjálfstætt starfandi markþjálfi,  NLP kennari og fyrirlesari. Hún hefur sérhæft sig í bættum samskiptum, mannauðsþróun og í fyrirbyggingu brottfalls af vinnumarkaði.  Eldmóður hennar beinist að útbreiðslu NLP markþjálfunar. Það er hennar hjartans mál að efla konur með sjálfsskoðun og leiðtogaþjálfun og um leið efla samskipti og tengslanet kvenna. Hún hefur síðan 2013 unnið að verkefni Bruen „Norrænar konur í þróun“ með þetta að leiðarljósi.  

Hrefna Birgitta hefur búið og starfað um margra ára skeið í Noregi og Danmörku. Hún hefur komið að fjölda verkefna á vegum vinnu- og velferðasviða bæði hér á Íslandi erlendis. Einnig hefur hún  unnið að breytingaferlum og stjórnendaþjálfun stærri og smærri fyrirtækja í þessum löndum.

Hrefna Birgitta er frumkvöðull og athafnakona sem sjaldan fer troðnar slóðir. Hún er ein af stofnendum íslenskrar kvennaknattspyrnu, er fyrrverandi landsliðskona í handknattleik og eini Íslendingurinn sem er alþjóðlega vottaður NLP Master Coach Trainer. 

Dvalastaður:Albir Playa Hotel &Spa, http://www.albirplayahotel.com/

Hotel Albir

Þetta er afar fallegt hótel í Albir og einungis um 900 metrar niður á fallega steinvöluströndina. Hótelið er vel útbúið og tilvalið fyrir þá sem kjósa hótelgistingu sem býður góða og fjölbreytta þjónustu. Herbergin eru með parketi á gólfum og öll með gervihnattasjónvarpi, loftkælingu, fríu þráðlausu interneti (Wi-Fi), minibar og öryggishólfi (gegn aukagjaldi) og baðherbergi með hárþurrku. Öll herbergi eru með svölum. Hér er stór og fallegur garður og góð leikaðstaða fyrir börn og einnig er hér starfandi barnaklúbbur og ýmis skemmtidagskrá í boði. Mjög falleg útisundlaug er í garðinum og nuddpottur, einnig er innisundlaug, barnalaug, líkamsræktaraðstaða og heilsulind. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, a la carte staður og bar. Athugið að myndir eru af gististöðum á heimasíðu Heimsferða til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því þær voru teknar. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.

 

Greinar og fréttir

19.05.2016

Ummæli nemenda

NLP nam 1

  14. maí útskrifaði Bruen 6 nýja NLP-Practitioner markþjálfa sem nú eru tilbúnir í 12 mánaða verklegt þjálfunarferli.

Nánar
19.05.2016

2016 NLP-Coach nám hefst

NLP nam 2

1. september 2016 Byggir á grunnhæfnisþáttum NLP-Practitioner Coach og ICF um ACC vottun. Með sameiningu NLP og markþjálfunar er Bruen að bjóða nám í notkun 2ja virkustu leiða í sjálfsskoðun, samskiptum, breytingaferli og stefnumótun.

Nánar
19.05.2016

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í þjálfunarferli

Utskrift3

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í 12 mánaða þjálfunarferli 23.

Nánar
07.05.2015

Tímalína / Timeline

10360466 822223747862549 4746467612069438904 n

Tímagreining • Hvernig greinum við milli nútíðar, þátíðar og framtíðar? • Hvernig vitum við að eitthvað sem við höfum upplifað sé í raun fortíðin? • Hvernig vitum við að það sem við áætlum að gera, gerist í framtíðinni? Flestir...

Nánar

Þjónusta í boði

Bruen - Brúin
Hrefna Birgitta
Samstarfsaðilar
Coach      
Fyrir fyrirtæki
Leiðtogaþjálfun    

Fyrir hið opinbera
Hópþjálfun
Fyrir einstaklinga
Spurt og svarað
Hafa samband
Skrá sig á námskeið

NLP-Practitoner
NLP- meðhöndlun

Coaching námskeið

BTM námskeið 

Markmið & stefnumótun
Stafsmannasamtalið
Fyrirlestrar
styttri námskeið
Umsagnir 
Greinar

Ferðir og Fræðsla
Breyttur lífsstíl
Hvað er Coaching?
Hvað er NLP?
Fréttir