Leiðtogaþjálfun

Í nútíma samfélagi eru gerðar miklar  kröfur til leiðtogastjórnunar og þeir leiðtogar sem þekkja vel sjálfan sig og taka í notkun leiðandi  leiðtogastíl munu ávallt vera skrefi framar. Leiðtogaþjálfun hefur það markmið að leiðtoginn þroski og þekki sjálfan sig enn frekar og verði þar með enn hæfari stjórnandi.

Góð forysta verður enn betri þegar hún þekkir og kann að leiða sjálfa sig.

Með NLP-Coachingferli eða námi getur þú sem leiðtogi/ stjórnandi  lært að þekkja viðbrögð þín og hegðunarmynstur, og færð verkfæri til að þroska með þér enn betra innsæi og hæfileika í samskiptum og stjórnun samtala. Hér vinnum við með sjálfsstjórn og stjórnun... eða það „að sleppa“ stjórninni og fara inn í meira þjálfandi stjórnunarstíl þar sem stjórnandinn hjálpar starfsmanninum að vaxa í starfi – gefa starfsmanninum hlutdeild í stjórnun viðfangsefnisins – það er „að stjórna“ á bak við tjöldin... 

Hvernig fer NLP- leiðtogaþjálfun/ stjórnendaþjálfun fram? 

NLP- leiðtogaþjálfun er persónulegt þróunarferli sem stjórnandinn fer í gegnum til að þekkja betur  sjálfan sig og sín viðbrögð í ólíkum aðstæðum. Leiðtoginn fær frábær verkfæri sem hann lærir að nýta sér til sjálfsþekkingar og bættra samskipta við sjálfan sig og aðra. 

Hann getur valið að fara í gegnum þróunarferlið í einkatímum eða á námskeiði þar sem hann tekur þátt í einstaklings og hópverkefnum...

Í einkaferli eru einungis NLP- coachinn – markþjálfinn  og Leiðtoginn/ stjórnandinn  til staðar. Ferlið getur verið til lengri eða skemmri tíma og fer eftir markmiði og umfangi þess sem viðkomandi óskar að vinna með. Leiðtoginn sjálfur ákveður hvaða markmið hann vill vinna að. Með NLP-aðferðafræðunum er m.a. leitað að og farið í gegnum hugsanlegar hindranir sem fram að þessu hafa stoppað hann í að ná markmiðum sínum, með því  opnast  fyrir nýjar leiðir og möguleika sem opnar greiðari aðgang að stefnuferli. Stjórnandinn fer í verkefnaferli sem coachinn fylgir  eftir nánara samkomulagi milli hans og stjórnanda.

Ef námskeið hentar betur, fer leiðtoginn/stjórnandinn ásamt öðrum stjórnendum í gegnum persónulegt þróunarferli þar sem fókus er á fyrirfram ákveðna þætti eins og t.d. dýpri skilning verðgilda og sannfæringa, hegðunarmynstur og samskipti, sjálfsstjórn og leiðtogastjórnun, grunnmynstur og starfsmannasamtöl. Hópurinn hittist hugsanlega og fær eftirfylgni yfir lengri eða skemmri tíma.

*Einstaklings eftirfylgni ef óskað er.

Hvor leiðin sem valin er býður upp á mikla innri vinnu og verkefni sem skila sér i enn betri samskiptafærni því stjórnandinn hefur nú unnið með veikleika sem hann hugsanlega hafði og nýtir nú enn betur þann styrk sem hann hefur 

„Sveigjanlegt fólk og fyrirtæki eru skrefi framar“.

Leiðtogaþjálfun
  • Vilt þú verða enn betri stjórnandi og leiðtogi með persónulegu  NLP-Coachingferli eða námskeiði?

  • Hvoru tveggja er besta gjöf sem þú gefur sjálfum þér - gjöf sem bara vex og vex...

     

Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar hér

Greinar og fréttir

19.05.2016

Ummæli nemenda

NLP nam 1

  14. maí útskrifaði Bruen 6 nýja NLP-Practitioner markþjálfa sem nú eru tilbúnir í 12 mánaða verklegt þjálfunarferli.

Nánar
19.05.2016

2016 NLP-Coach nám hefst

NLP nam 2

1. september 2016 Byggir á grunnhæfnisþáttum NLP-Practitioner Coach og ICF um ACC vottun. Með sameiningu NLP og markþjálfunar er Bruen að bjóða nám í notkun 2ja virkustu leiða í sjálfsskoðun, samskiptum, breytingaferli og stefnumótun.

Nánar
19.05.2016

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í þjálfunarferli

Utskrift3

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í 12 mánaða þjálfunarferli 23.

Nánar
07.05.2015

Tímalína / Timeline

10360466 822223747862549 4746467612069438904 n

Tímagreining • Hvernig greinum við milli nútíðar, þátíðar og framtíðar? • Hvernig vitum við að eitthvað sem við höfum upplifað sé í raun fortíðin? • Hvernig vitum við að það sem við áætlum að gera, gerist í framtíðinni? Flestir...

Nánar

Þjónusta í boði

Bruen - Brúin
Hrefna Birgitta
Samstarfsaðilar
Coach      
Fyrir fyrirtæki
Leiðtogaþjálfun    

Fyrir hið opinbera
Hópþjálfun
Fyrir einstaklinga
Spurt og svarað
Hafa samband
Skrá sig á námskeið

NLP-Practitoner
NLP- meðhöndlun

Coaching námskeið

BTM námskeið 

Markmið & stefnumótun
Stafsmannasamtalið
Fyrirlestrar
styttri námskeið
Umsagnir 
Greinar

Ferðir og Fræðsla
Breyttur lífsstíl
Hvað er Coaching?
Hvað er NLP?
Fréttir