Tímalína / Timeline

Tímagreining
• Hvernig greinum við milli nútíðar, þátíðar og framtíðar?
• Hvernig vitum við að eitthvað sem við höfum upplifað sé í raun fortíðin?
• Hvernig vitum við að það sem við áætlum að gera, gerist í framtíðinni?

Flestir í hinum vestræna heimi upplifa tímann sem línu, þ.e.a.s. að atburðir raði sér hver eftir öðrum á línu. Þetta gerum við til að greina milli þátíðar, nútíðar og framtíðar. Við höfum líka mismunandi áttir á atburðunum; þeir raðast á mismunandi staði í tengslum við líkama okkar eftir því hvort þeir eru liðnir eða eigi eftir að eiga sér stað. Hvernig gætum við annars vitað hvort við burstuðum tennurnar í morgun.? Hvernig ættum við að vita og greina hvort innri myndin fjallar um það sem hefur gerst eða eigi eftir að gerast? Við sýnum oft með handahreyfingum og líkamstjáningu hvort við erum að tala um fortíð eða nútíð og getum þá t.d. bent fram fyrir okkur eða aftur.

Hugurinn geymir upplifanir okkar á línu, m.a. svo hann muni hvort þær séu gamlar eða nýjar. Elsta upplifunin er almennt lengst frá líkamanum meðan þær nýlegu liggja nær. Að sama skapi höfum við áttavita fyrir framtíðina sem gerir okkur kleift að skilgreina hvort eitthvað eigi að gerast á morgun eða eftir ár.

Fæst gerum við okkur grein fyrir að við upplifum tímann á þennan hátt en í NLP hefur verið sýnt fram á að uppbygging tímalínunnar skiptir miklu máli varðandi skynjun okkar á tímanum. Tímalínan getur einnig nýst sérlega vel sem áhrifaríkt verkfæri þegar kemur að því að breyta gömlu hugsanamynstri og ekki síður til að skapa það líf sem við óskum eftir að lifa.

Upplifunin af tíma á línu er mjög óhlutbundin hugsun og á að hugsa sem huglæga og mjög einstaklingsbundna upplifun, eins og önnur innri hegðunarmynstur.

Tímalínan er eitt virkasta "verkfæri" sem ég hef aðgang að í vinnu minni við meðhöndlun (hjálpa fólki að leysa upp gamla áverka - hindranir) og í markþjálfun/coaching (aðstoða fólk við að marka nýja framtíðarstefnu)

Eigð ljúfan dag í NÚINU 

10360466 822223747862549 4746467612069438904 n

Greinar og fréttir

19.05.2016

Ummæli nemenda

NLP nam 1

  14. maí útskrifaði Bruen 6 nýja NLP-Practitioner markþjálfa sem nú eru tilbúnir í 12 mánaða verklegt þjálfunarferli.

Nánar
19.05.2016

2016 NLP-Coach nám hefst

NLP nam 2

1. september 2016 Byggir á grunnhæfnisþáttum NLP-Practitioner Coach og ICF um ACC vottun. Með sameiningu NLP og markþjálfunar er Bruen að bjóða nám í notkun 2ja virkustu leiða í sjálfsskoðun, samskiptum, breytingaferli og stefnumótun.

Nánar
19.05.2016

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í þjálfunarferli

Utskrift3

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í 12 mánaða þjálfunarferli 23.

Nánar
07.05.2015

Tímalína / Timeline

10360466 822223747862549 4746467612069438904 n

Tímagreining • Hvernig greinum við milli nútíðar, þátíðar og framtíðar? • Hvernig vitum við að eitthvað sem við höfum upplifað sé í raun fortíðin? • Hvernig vitum við að það sem við áætlum að gera, gerist í framtíðinni? Flestir...

Nánar

Þjónusta í boði

Bruen - Brúin
Hrefna Birgitta
Samstarfsaðilar
Coach      
Fyrir fyrirtæki
Leiðtogaþjálfun    

Fyrir hið opinbera
Hópþjálfun
Fyrir einstaklinga
Spurt og svarað
Hafa samband
Skrá sig á námskeið

NLP-Practitoner
NLP- meðhöndlun

Coaching námskeið

BTM námskeið 

Markmið & stefnumótun
Stafsmannasamtalið
Fyrirlestrar
styttri námskeið
Umsagnir 
Greinar

Ferðir og Fræðsla
Breyttur lífsstíl
Hvað er Coaching?
Hvað er NLP?
Fréttir