NLP Master Coach

NLP-Master námið er næsta þrep á eftir NLP-Practitioner og er ætlað þeim eru alþjóðlega vottaðir NLP- Practitioner og eru tilbúnir fyrir næsta þrep...

Á þessu þrepi lærirðu að meðhöndla enn frekar NLP verkfærin sem þú hefur nú þegar fengið. Unnið verður á dýpra plani með verðgildi, sannfæringar, tímalínu, samtalstækni og persónuleikamynstur meðal annars. Einnig verður þjálfun í hvernig unnið er með öðrum og hvernig æfingarnar eru samhæfðar eftir þörfum...

Þú getur öðlast enn dýpri innsýn í eigin persónuleika og annarra. Munt fá aukinn skilning á því hvernig æfingarnar virka og hvers vegna. Þannig geturðu aukið enn frekar styrkleika þinn og sveigjanleika. 

Þú getur þróað hæfileika þinn enn frekar til að nýta málið á áhrifaríkan og uppbyggjandi hátt. Einnig muntu læra að nýta á fjölbreyttari hátt „breytingaverkfærin“ sem gera þig hæfari til að styðja aðra til að gera þær breytingar sem þeir óska.

Þetta færð þú meðal annars út úr náminu:

 • Meiri skilning á hver þú ert og hvað er rétt og mikilvægt fyrir þig
 • Enn meiri samskiptafærni og vald á samtalstækni
 • Betri þjálfun og færni í að markþjálfa aðra
 • Kunnáttu um hvernig þú vinnur með módeleringu til að leysa vandamál og til að bæta árangur
 • Fleiri verkfæri til að breyta neikvæðum tilfinningum og heftandi sannfæringum, þínum eigin og annarra
 • Vitneskja um  hvernig þú vinnur á dýpri hátt með verðgildi og stefnumótun út frá fleiri valmöguleikum
 • Hvernig þú getur aðstoðað við að finna rétt fólk í réttar stöður
 • í ráðningaferli starfsfólks og að setja saman rétt teymi út táningamynstrum einstaklinga.
 • Að vinna faglega með NLP- Coaching með öðrum

 

Kennt er eftir alþjóðlegum staðli og byggir á námsefni frá NLP- Húsinu í Kaupmannahöfn – námsefnið er allt íslenskað.

Námið er 125 tímar og líkur með skriflegu og verklegu mati og alþjóðlegri vottun sem NLP-Practitoner Master Coach eftir staðið mat og tilskildum kennslu og æfingatímum.           

Kennt er í lotum og má gera ráð fyrir æfingatímum milli lota.                                                  

Kennari er Hrefna Birgitta Bjarnadóttir, alþjóðlega vottaður NLP- kennari.

NLP Master Practitioner

Uppbygging námsins (125 stundir)

NLP- Master Coach námið tekur þig upp á næsta þrep. NLP-Coaching atferlisfræðin byggir á fjölda áhrifaríkra og einfaldra málleikni- og tækniæfinga sem eru samhæfðar og tengdar á dýpra plan í þessu námi. Practitioner þrepið fjallar fyrst og fremst um sjálfsskoðun og sjálfsþróun, en á Master þrepinu er neminn þjálfaður í að samhæfa og tileinka sér tæknina þannig að hún nýtist sem samskipta-, breytinga- og stefnumótunarverkfæri bæði í starfi og einkalífi.

Sem NLP-Master Coach  nemi lærir þú um: 

 Hluti 1: Samskipti

 • Hvernig þú lest, speglar, leiðir og myndar dýpri tengsl í samskiptum þínum.
 • Hvernig þú getur notað Tímaforsendur og Málleikni-mynstur við lausn vandamála. 
 • Hvernig þú getur breytt heftandi sannfæringum á Logiskum þrepum með SOAR .
 • Hvernig þú samhæfir og nýtir hin ýmsu NLP og Coaching verkfæri í coaching hlutverkinu, með notkun Meta- og Milton-kerfanna.

Hluti 2: NLP- Coaching verkfæri

 • Hvernig  þú getur fundið persónuleg Metaprógrömm einstaklinga.
 • Hvernig þú sættir andstæð gildi og leysir úr ágreiningi einstaklinga og hópa.
 • Hvernig þú getur hjálpað öðrum að auka víðsýni sína og sveigjanleika með því að upplifa aðstæður frá þremur ólíkum sjónarhornum.

Hluti 3: Áætlanagerð, verðgildi og vinnusnið

 • Hvernig þú getur módelerað sérfræðinginn á dýpra plani –Implicit og Eksplicit, búið til áætlun og kennt öðrum með það markmið að bæta árangur.
 • Hvernig þú getur aukið hvatningarvilja annarra með því að finna grunngildi þeirra og hvað veldur raunverulega ákvarðanatöku þeirra.
 • Hvernig þú gerir vinnusnið með hjálp metaprógramma og aðstoðar við markvissara ráðningarferli og val á einstaklingum í teymisvinnu.

Hluti 4/5: Coaching með Tímalínu og hæfnismat

 • Hvernig þú getur hjálpað sjálfum þér og öðrum til að losna við huglægar hindranir.
 • Hvernig þú leysir upp gamlar heftandi sannfæringar á Tímalínunni og aðstoðar við að skapa jákvæðar breytingar í lífi fólks á einfaldan og áhrifaríkan hátt.
 • Hvernig þú getur notað dæmisögur/Metafor til að auka skilning og leysa ágreining.
 • Hvernig þú getur nýtt NLP og Coaching saman á hagnýtan hátt í vinnu.

Færni í notkun NLP Caoching er metin, bóklega og verklega – Módeleringsverkefni/ hópverkefni, 100 staðfestir þjálfunartímar og 10 mentortímar fyrir eigin stefnumótun. Nemendur fá diplómu eftir að verkefnum hefur verið skilað og fullnægjandi árangri náð.

Nánari upplýsingar veitir Hrefna Birgitta Bjarnadóttir

Næsta nám hefst í ágúst 2017

Greinar og fréttir

19.05.2016

Ummæli nemenda

NLP nam 1

  14. maí útskrifaði Bruen 6 nýja NLP-Practitioner markþjálfa sem nú eru tilbúnir í 12 mánaða verklegt þjálfunarferli.

Nánar
19.05.2016

2016 NLP-Coach nám hefst

NLP nam 2

1. september 2016 Byggir á grunnhæfnisþáttum NLP-Practitioner Coach og ICF um ACC vottun. Með sameiningu NLP og markþjálfunar er Bruen að bjóða nám í notkun 2ja virkustu leiða í sjálfsskoðun, samskiptum, breytingaferli og stefnumótun.

Nánar
19.05.2016

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í þjálfunarferli

Utskrift3

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í 12 mánaða þjálfunarferli 23.

Nánar
07.05.2015

Tímalína / Timeline

10360466 822223747862549 4746467612069438904 n

Tímagreining • Hvernig greinum við milli nútíðar, þátíðar og framtíðar? • Hvernig vitum við að eitthvað sem við höfum upplifað sé í raun fortíðin? • Hvernig vitum við að það sem við áætlum að gera, gerist í framtíðinni? Flestir...

Nánar

Þjónusta í boði

Bruen - Brúin
Hrefna Birgitta
Samstarfsaðilar
Coach      
Fyrir fyrirtæki
Leiðtogaþjálfun    

Fyrir hið opinbera
Hópþjálfun
Fyrir einstaklinga
Spurt og svarað
Hafa samband
Skrá sig á námskeið

NLP-Practitoner
NLP- meðhöndlun

Coaching námskeið

BTM námskeið 

Markmið & stefnumótun
Stafsmannasamtalið
Fyrirlestrar
styttri námskeið
Umsagnir 
Greinar

Ferðir og Fræðsla
Breyttur lífsstíl
Hvað er Coaching?
Hvað er NLP?
Fréttir