NLP Practitioner Coach

NLP- Practitioner nám er nám sem hjálpar þér að finna fram þinn innri styrk sem hefur legið í læðingi og að fókusera á möguleika í stað hindranir. Þú lærir um hvernig samskipti þín eru, við sjálfa/n þig og aðra og lærir að nota fjölda „verkfæra“ til að betrun bæta þau.

Þú lærir einnig hvernig þú skipuleggur hugsanaferli þitt, um meðvituð og ómeðvituð mynstur og hvað þarf til að breyta því hugsanaferli sem heftir þig yfir í jákvæðara og meira hvetjandi hugsanaferli.

Þú munt læra um stefnumótun og markmiðasetningu ásamt notkun grunnverkfæra í coaching/ markþjálfun þar sem meðal annars er farið í notkun málsins og spurnartækni.

Í stuttu máli hefur þú nú tækifæri til að öðlast nýja innsýn og fá frábær verkfæri til að taka stórt skref í átt að því lífi sem þú óskar að lifa... 

Þetta færð þú meðal annars út úr náminu:

 • Dýpri skilning á hvernig fólk hugsar og tjáir sig
 • Fjölda verkfæra til að mæta mismundandi aðstæðum í samskiptum
 • Betri færni í nota hæfileika þína og styrkleika.
 • Betri innsýn í hvers þú óskar í lífinu og hvernig þú færð það
 • „Hreinsun“ á neikvæðum tilfinningum og hugsunum sem þú hefur haft um sjálfa/n þig
 • Breytingu á óæskilegu atferli í lífi þínu yfir í nýtt og betra atferli
 • Þróun á hæfileika til samskipta, í coaching og í lausn vandamála.
 • Betri vitund um sjálfa/n þig og þar með betri hæfileika til sjálfsstjórnunar

 

Kennt er eftir alþjóðlegum staðli og er námsefnið frá NLP- Húsinu í Kaupmannahöfn – námsefnið er allt íslenskað.

Námið er 125 tímar og líkur með skriflegu og verklegu mati og vottun sem NLP-Practitoner eftir staðið mat.                                    

Kennt er í lotum og má gera ráð fyrir æfingatímum milli lota 

Kennari er Hrefna Birgitta Bjarnadóttir, alþjóðlega vottaður NLP- kennari                                                                      

 Nánari upplýsingar má fá á bruen@bruen.is og í síma 899-1939

Næsta NLP-Coach nám hefst í Febrúar 2018 og tímatöflur má skoða hér að neðan

Reykjavík 

Akureyri

Uppbygging NLP- Coach Practitioner náms, 125 stundir

Uppbygging 125 stunda NLP markþjálfanáms

  Hluti 1: Samskipti og lestur tjáskipta      

 • saga og hugmyndafræði NLP og markþjálfunar
 • skilgreining á markþjálfun og hlutverk markþjálfa
 • hvernig við upplifum heiminn á ólíkan hátt og tjáum okkur með mismunandi aðferðum
 • hvernig við getum myndað traustara og sterkara samband í samskiptum
 • hvernig við getum öðlast enn frekari færni í að lesa í atferli

 Hluti 2: Viðtalstækni, hlustun og spurnartækni

 • hvernig við lesum, speglum, leiðum og myndum dýpri tengsl í samskiptum okkar
 • hvernig við getum uppgötvað nýjan styrk og innri kraft
 • hvernig við getum aukið víðsýni og sveigjanleika út frá fleiri sjónarhornum
 • hvernig við öflum upplýsinga og hlustum með athygli
 • hvernig við notum markvissar og áhrifaríkar spurningar

 Hluti 3: Markþjálfun, áætlanir og verðgildi

 • hvernig við undirbúum markþjálfunarferli og samningagerð
 • hvernig við notum og fylgjum vinnuáætlun markþjálfa
 • hvernig við finnum raunveruleg gildi og forgangsröðum þeim
 • hvernig við getum leyst innri togstreitu á einfaldari hátt
 • hvernig halda á einbeitingu við stefnumótun og gerð vinnuáætlunar

 Hluti 4: Markþjálfunarferli, svörun og framtíðarsýn

 • verkferli markþjálfa eftir vinnuáætlun
 • hvernig við sköpum jákvæðar breytingar í lífi fólks og stefnu fyrirtækja
 • hvernig við tryggjum að samningi sé fylgt eftir og markmiði náð
 • hvernig við byggjum upp eftirfylgni, framtíðarsýn og jákvæða svörun
 • hvernig við markaðssetjum okkur sem markþjálfar

Hluti 5: Markþjálfun og hæfnismat

 • skriflegt og verklegt mat eftir 125 stunda kennslu í NLP markþjálfun
 • gerð vinnuáætlunar fyrir eigin stefnumótun
 • vinnuskýrslur og markþjálfaviðtöl
 • heildrænt og markvisst markþjálfunarferli
 • útskrift

NLP atferlisfræðin byggir á fjölda einfaldra mál- og tækniæfinga sem í þessu námi verður tengt við Coaching/markþjálfun þannig að nemendur geta strax á fyrsta stigi, tileinkað sér tæknina og nýtt hana í starfi sem samskipta- og breytingaverkfæri.

Til að NLP- námið nýtist sem best er mikilvægt að upplifa sjálf/ur þær breytingar sem NLP- æfingarnar bjóða upp á.  Því er mikil áhersla lögð á verkefni og æfingar sem nemendur vinna sjálfir, undir góðri leiðsögn vottaðs kennara og þjálfaðra NLP/ markþjálfa.

Eftir NLP-Practitioner markþjálfanámið færð þú diplómu og vottun sem NLP-Practitioner Coach.

Þú getur  einnig að loknum námi farið í vottunarferli ICF til ACC vottunar.

Námið opnar möguleika á vottuðu NLP- Master Coach framhaldsnámi.

Mælikvarða til námsmats má finna hér

Greinar og fréttir

19.05.2016

Ummæli nemenda

NLP nam 1

  14. maí útskrifaði Bruen 6 nýja NLP-Practitioner markþjálfa sem nú eru tilbúnir í 12 mánaða verklegt þjálfunarferli.

Nánar
19.05.2016

2016 NLP-Coach nám hefst

NLP nam 2

1. september 2016 Byggir á grunnhæfnisþáttum NLP-Practitioner Coach og ICF um ACC vottun. Með sameiningu NLP og markþjálfunar er Bruen að bjóða nám í notkun 2ja virkustu leiða í sjálfsskoðun, samskiptum, breytingaferli og stefnumótun.

Nánar
19.05.2016

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í þjálfunarferli

Utskrift3

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í 12 mánaða þjálfunarferli 23.

Nánar
07.05.2015

Tímalína / Timeline

10360466 822223747862549 4746467612069438904 n

Tímagreining • Hvernig greinum við milli nútíðar, þátíðar og framtíðar? • Hvernig vitum við að eitthvað sem við höfum upplifað sé í raun fortíðin? • Hvernig vitum við að það sem við áætlum að gera, gerist í framtíðinni? Flestir...

Nánar

Þjónusta í boði

Bruen - Brúin
Hrefna Birgitta
Samstarfsaðilar
Coach      
Fyrir fyrirtæki
Leiðtogaþjálfun    

Fyrir hið opinbera
Hópþjálfun
Fyrir einstaklinga
Spurt og svarað
Hafa samband
Skrá sig á námskeið

NLP-Practitoner
NLP- meðhöndlun

Coaching námskeið

BTM námskeið 

Markmið & stefnumótun
Stafsmannasamtalið
Fyrirlestrar
styttri námskeið
Umsagnir 
Greinar

Ferðir og Fræðsla
Breyttur lífsstíl
Hvað er Coaching?
Hvað er NLP?
Fréttir