Að ganga í takt 2015

„Að ganga í takt“

Námskeið fyrir hjón/pör

Í fallegu og rólegu umhverfi í útjaðri Reykjavíkur ætlum við að bjóða upp á tveggja daga samskiptanámskeið fyrir pör. Hér fáið þið tækifæri til að gera gott samband enn betra.

Einmitt núna er frábær tími til að skoða hvað okkur langar og hvert við stefnum. Endurraða eigin gildunum og þeim sameiginlegu og leyfa sér að blómstra. Kynnast hvert öðru enn betur með nýrri samskiptatækni sem inniheldur áhrifaríkar og skemmtilegar leiðir í samskiptum. Nú er tíminn til að staldra við, skoða lífsgildin og taka „Time out“ frá stressi og amstri hversdagsins. Eiga skemmtilega, rómantíska og um leið fróðlega helgi, með blöndu af gamni og alvöru ... og óvæntum uppákomum

Höfuðmarkmið námskeiðsins er:

  • Að gera gott samband enn betra með bættri samskiptatækni og skilningi á    hegðunarmynstrum og ólíku tjáningarformi.
  • Að skoða sameiginleg gildi og merkingu þeirra orða sem þið notið.
  • Að verða enn betri í að koma til skila upplýsingum um það sem þið í raun viljið.
  • Að þið fáið verkfæri og aðferðir til að láta Lífshjólið rúlla í þá átt sem þið óskið.

Hvað kennum við?

Kennt er eftir hugmyndafræði NLP og aðferðum coaching/markþjálfunar sem hafa rutt sér til rúms í heiminum sem sérlega virkar og áhrifaríkar m.a. í samskiptum, sjálfsskoðun, stefnumótun og breytingarferli. NLP býr yfir samskiptagrunni og tækni sem er notuð til að skoða persónuleg þrep til breytinga, verðgildi og sannfæringar sem hafa áhrif á stefnu Lífshjólsins J

Hvernig gerum við?

Við hittumst á Kríunesi á föstudegi. Allir mæta með góða skapið og löngun til að eiga rómantíska, uppbyggilega og öðruvísi helgi með maka sínum. Kennslan fer fram í fyrirlestraformi og beinni þátttöku í einstaklings-, para- og hópverkefnum. Við fléttum saman gamni og alvöru, förum í göngur og heita pottinn. Þátttakendur sjá um kvöldvöku – hver dagur endar á konunótt/karlanótt… með spennandi „Secret“… lokaverkefni kvöldsins… !!!

Hverjir kenna? 

Kennari: Hrefna Birgitta Bjarnadóttir, NLP-kennari, HR-Coach m.m.

 

 

Kriunes sumarsmall

Kríunes við Elliðavatn

Skráning og upplýsingar veita

Hrefna Birgitta Sími: 899 1939 & Email: bruen@bruen.is

 

Greinar og fréttir

19.05.2016

Ummæli nemenda

NLP nam 1

  14. maí útskrifaði Bruen 6 nýja NLP-Practitioner markþjálfa sem nú eru tilbúnir í 12 mánaða verklegt þjálfunarferli.

Nánar
19.05.2016

2016 NLP-Coach nám hefst

NLP nam 2

1. september 2016 Byggir á grunnhæfnisþáttum NLP-Practitioner Coach og ICF um ACC vottun. Með sameiningu NLP og markþjálfunar er Bruen að bjóða nám í notkun 2ja virkustu leiða í sjálfsskoðun, samskiptum, breytingaferli og stefnumótun.

Nánar
19.05.2016

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í þjálfunarferli

Utskrift3

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í 12 mánaða þjálfunarferli 23.

Nánar
07.05.2015

Tímalína / Timeline

10360466 822223747862549 4746467612069438904 n

Tímagreining • Hvernig greinum við milli nútíðar, þátíðar og framtíðar? • Hvernig vitum við að eitthvað sem við höfum upplifað sé í raun fortíðin? • Hvernig vitum við að það sem við áætlum að gera, gerist í framtíðinni? Flestir...

Nánar

Þjónusta í boði

Bruen - Brúin
Hrefna Birgitta
Samstarfsaðilar
Coach      
Fyrir fyrirtæki
Leiðtogaþjálfun    

Fyrir hið opinbera
Hópþjálfun
Fyrir einstaklinga
Spurt og svarað
Hafa samband
Skrá sig á námskeið

NLP-Practitoner
NLP- meðhöndlun

Coaching námskeið

BTM námskeið 

Markmið & stefnumótun
Stafsmannasamtalið
Fyrirlestrar
styttri námskeið
Umsagnir 
Greinar

Ferðir og Fræðsla
Breyttur lífsstíl
Hvað er Coaching?
Hvað er NLP?
Fréttir