Breytingar - Tækifæri - Markmið (BTM)

Námskeið í samskiptum og markmiðasetningu                                    

Frá árinu 2000 hafa BTM námskeið verið haldin í Noregi, Danmörku og á Íslandi. Námskeiðin eru ætluð fyrir fólk á krossgötum í lífinu, svo sem vegna atvinnumissis, veikinda, skilnaðar eða annarra persónulegra ástæðna sem skapa þörf fyrir stefnubreytingu.

Hvers vegna virkar það?

Við mætum hverjum hóp og einstaklingi þar sem hann er. Kennum honum að nýta þau verkfæri sem BTM býður uppá. Hver og einn fær enn betri innsýn í sitt eigið líf og frekari löngun og hvatningu til að gera þær breytingar sem þarf til að öðlast það líf sem hann óskar. Námskeiðið byggir á hugmyndafræði NLP (Neuro Lingvistisk Programming) og markþjálfunar. Við notum húmor og gleði í kennslunni, þannig að þátttakendur upplifa lífið léttara og fá enn frekari löngun til að hreyfa sig í átt að bjartari framtíð.

Höfuðmarkmið BTM er:

  • að hjálpa þér að skoða vel lífsgildi , styrk og hæfileika;
  • að veita þér aðstoð og þjálfun í m.a. samtalstækni, stíl og framkomu;
  • að gefa þér færi á að uppgötva enn fleiri valmöguleika í stefnumótun þinni;
  • að kenna þér notkun stefnumótandi verkfæra og auka enn frekar meðvitaða hlutdeild í þeirri lífsstefnu sem þú óskar;
  • að setja þér framkvæmanleg og raunhæf markmið;
  • að skapa öryggi, gleði og gott andrúmsloft með því að mæta þér þar sem þú ert, aðstoða þig þangað sem þú óskar og skapa þannig enn meiri...

 Nánari upplýsingar veitir Hrefna Birgitta Bjarnadóttir

 

NLP Samskiptamodel

 Endurgjöf þátttakenda BTM 

- Ég hef stórgrætt á þessu námskeiði:, ég er farin að skoða líf mitt útfrá allt öðru sjónarhorni.

- Mín lífsgæði og gildi hafa breyst til batnaðar, hef meiri bjartsýni  og hef fengið verkfæri til að setja að baki erfiðleika sem voru. 

- Námskeiðið kom mér skemmtilega á óvart . Ég var ekki jákvæð í fyrstu áður en ég kom.  Var skikkuð á þetta námskeið. En ég ákvað að mæta með opnum hug og vá hvað námskeiðið hefur verið dýrmætt og opnað fyrir mér gáttir.

- Hrefna er alveg stór mögnuð kona, hún er góð fyrirmynd fyrir unga konu eins og mig.

- Mjög gott jafnvægi, maður heldur fókus allan tímann þetta er eins og umræðuhópur sem allir eru jafnir. Hrefna leiðir okkur áfram í rétta átt...

 - Ég fór á BTM námskeiðið hjá henni Hrefnu Birgittu og hef aldrei farið á jafn uppbyggilegt og skemmtilegt námskeið. Það opnaði mér margt og opnaði margar dyr sem voru lokaðar.

- Ég hlakka til að nota öll þau verkfæri  og gildin mín sem hún hjálpaði mér að finna. 

- Það verður að segjast eins og er að þetta námskeið hristi vel upp í mér! Ég vissi ekki hvers var að vænta, en BTM fór langt fram úr mínum björtustu vonum... ég hélt ég lifði í meðvitund um sjálfa mig en námskeiðið opnaði augu mín fyrir því að ég get gert miklu betur og verð markvissari á öllum sviðum lífs míns...

- Ég upplifi mig núna hafa fengið tækifæri í lífinu... ég hef loksins strúktúr til að vinna eftir í stað þess að hafa allt út um allt í huga mínum... ég er algerlega betri manneskja eftir BTM og ég veit 100% hvert ég er að stefn!

 – Aukinn kraft og betri yfirsýn um að ég get náð markmiðum mínum

- Ég bjóst ekki við svona rosalega flottu og uppbyggjandi námskeiði, það sprengdi skalann

 -Mjög góð kennsla

- Mjög passlegt jafnvægi milli fyrirlestra og æfinga

- Það besta var kennarinn og verkefnin sem við fengum

 

Greinar og fréttir

19.05.2016

Ummæli nemenda

NLP nam 1

  14. maí útskrifaði Bruen 6 nýja NLP-Practitioner markþjálfa sem nú eru tilbúnir í 12 mánaða verklegt þjálfunarferli.

Nánar
19.05.2016

2016 NLP-Coach nám hefst

NLP nam 2

1. september 2016 Byggir á grunnhæfnisþáttum NLP-Practitioner Coach og ICF um ACC vottun. Með sameiningu NLP og markþjálfunar er Bruen að bjóða nám í notkun 2ja virkustu leiða í sjálfsskoðun, samskiptum, breytingaferli og stefnumótun.

Nánar
19.05.2016

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í þjálfunarferli

Utskrift3

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í 12 mánaða þjálfunarferli 23.

Nánar
07.05.2015

Tímalína / Timeline

10360466 822223747862549 4746467612069438904 n

Tímagreining • Hvernig greinum við milli nútíðar, þátíðar og framtíðar? • Hvernig vitum við að eitthvað sem við höfum upplifað sé í raun fortíðin? • Hvernig vitum við að það sem við áætlum að gera, gerist í framtíðinni? Flestir...

Nánar

Þjónusta í boði

Bruen - Brúin
Hrefna Birgitta
Samstarfsaðilar
Coach      
Fyrir fyrirtæki
Leiðtogaþjálfun    

Fyrir hið opinbera
Hópþjálfun
Fyrir einstaklinga
Spurt og svarað
Hafa samband
Skrá sig á námskeið

NLP-Practitoner
NLP- meðhöndlun

Coaching námskeið

BTM námskeið 

Markmið & stefnumótun
Stafsmannasamtalið
Fyrirlestrar
styttri námskeið
Umsagnir 
Greinar

Ferðir og Fræðsla
Breyttur lífsstíl
Hvað er Coaching?
Hvað er NLP?
Fréttir