NLP Markþjálfun í kennslustofunni

 

Farið verður yfir hvernig kennarar geta markvisst nýtt sér hugmyndafræði NLP markþjálfunar í kennslu. Fjallað verður um ólík hegðunarmynstur og kennslustíl, það hvernig lesið er í atferli og ögrandi nemendum mætt. Lögð er áhersla á hvernig beita má virkri hlustun og áhrifaríkum spurningum sem kennari getur notað til að efla nemendur til að taka ábyrgð á eigin líðan og gjörðum.

Kennslan fer fram í fyrirlestrarformi og með beinni þátttöku nemenda í einstaklings- og hópverkefnum. Aðferðafræði námskeiðsins nýtist þátttakendum strax í leik og í starfi.

Markmið

 • kynnast eigin hegðunarmynstri í kennslu og byggja upp persónulegri kennslustíl
 • efla færni þína í að „lesa“ þarfir nemenda og skapa traust og nálægð við ólíka hópa
 • vinna með ögrandi einstaklingum og nýta styrk þeirra í kennslu
 • auka færni þína í að nota virka hlustun og samtalstækni í kennslu
 • ná og halda athygli með raddbeitingu og líkamstjáningu
 • skapa enn meiri kennslugleði og viðhalda henni með markþjálfandi aðferðum

Ávinningur

 • aukið öryggi í kennarahlutverkinu og dýpri innsýn á sjálfsmynd
 • betri skilningur og færni í samskiptum við ólíkar persónugerðir
 • aukin færni í að mæta og nýta styrk ögrandi nemenda 
 • markþjálfandi kennslustíll
 • meiri meðvitund um ábyrgð og styrk tjáningar
 • fleiri hagnýt og skapandi verkfæri í kennslu

Tími:
Fös. 12. maí kl. 15:30-19
Lau. 13. maí kl. 9-14:30.
Verð: 36.000 kr.
Staður: Sólborg HA

Kennarar:
Hrefna Birgitta4

Hrefna Birgitta á og rekur Bruen og hefur síðastliðin 30 ár verið sjálfstætt starfandi markþjálfi, meðhöndlari, NLP kennari og fyrirlesari. Hún er alþjóðlega vottaður NLP- & Enneagram Master Coach kennari, heildrænn atferlismeðhöndlari, stjórnenda- og starfsþróunarþjálfi. Hrefna Birgitta hefur búið og starfað um margra ára skeið í Noregi og Danmörku og hefur komið að fjölda verkefna á vegum vinnu- og velferðasviða á Norðurlöndum. Hún kennir NLP markþjálfun á vegum Bruen auk þess að halda ýmiss námskeið byggð á hugmyndafræði NLP og markþjálfunar.

Byri Asta

Þyri Ásta Hafsteinsdóttir hefur starfar um árabil sem NLP- og stjórnendamarkþjálfi, L.E.T. samskiptaráðgjafi, kennari og fyrirlesari. Hún er með BSc í sálfræði og lagði stund á nám í nýsköpun og viðskiptaþróun á masters stigi. Hún hefur markþjálfað einstaklinga á öllum aldri og leiddi meðal annars verkefni í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu þar sem börnum og unglingum var kennd hugmyndafræði markþjálfunar. Þyri hefur einnig verið með ýmiskonar samskipta- og NLP námskeið auk þess að vera aðstoðarkennari hjá Bruen. 

 

Greinar og fréttir

19.05.2016

Ummæli nemenda

NLP nam 1

  14. maí útskrifaði Bruen 6 nýja NLP-Practitioner markþjálfa sem nú eru tilbúnir í 12 mánaða verklegt þjálfunarferli.

Nánar
19.05.2016

2016 NLP-Coach nám hefst

NLP nam 2

1. september 2016 Byggir á grunnhæfnisþáttum NLP-Practitioner Coach og ICF um ACC vottun. Með sameiningu NLP og markþjálfunar er Bruen að bjóða nám í notkun 2ja virkustu leiða í sjálfsskoðun, samskiptum, breytingaferli og stefnumótun.

Nánar
19.05.2016

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í þjálfunarferli

Utskrift3

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í 12 mánaða þjálfunarferli 23.

Nánar
07.05.2015

Tímalína / Timeline

10360466 822223747862549 4746467612069438904 n

Tímagreining • Hvernig greinum við milli nútíðar, þátíðar og framtíðar? • Hvernig vitum við að eitthvað sem við höfum upplifað sé í raun fortíðin? • Hvernig vitum við að það sem við áætlum að gera, gerist í framtíðinni? Flestir...

Nánar

Þjónusta í boði

Bruen - Brúin
Hrefna Birgitta
Samstarfsaðilar
Coach      
Fyrir fyrirtæki
Leiðtogaþjálfun    

Fyrir hið opinbera
Hópþjálfun
Fyrir einstaklinga
Spurt og svarað
Hafa samband
Skrá sig á námskeið

NLP-Practitoner
NLP- meðhöndlun

Coaching námskeið

BTM námskeið 

Markmið & stefnumótun
Stafsmannasamtalið
Fyrirlestrar
styttri námskeið
Umsagnir 
Greinar

Ferðir og Fræðsla
Breyttur lífsstíl
Hvað er Coaching?
Hvað er NLP?
Fréttir