Norrænar konur í þróun

Námskeiðið Norrænar „konur í þróun“

„Norrænar konur í þróun“ sameinar tengslamyndun kvenna, kynnisferðir, menningarleg samskipti og  „workshop/námskeið“ í persónulegri þróun. Þar sem kvenleiðtogar, frumkvöðlar og konur i atvinnulífinu fá tækifæri til að slá „tvær flugur í einu höggi“. 

Á námskeiðinu lærum við um „einfalda lausn ágreiningsmála með NLP-Coaching“.  Einstaklega áhrifaríka aðferð sem gagnast bæði heima og í vinnunni. Námsefni og kennsla er á íslensku. 

Allar nánari upplýsingar veitir

Hrefna Birgitta Bjarnadóttir,  sími:  899 1939, bruen@bruen.is 

06

Markmiðið með  „Norrænar konur í þróun“ er tvíþætt:

Í fyrsta lagi að gefa konum í forystustörfum kost á að þroskast enn frekar í starfi sem leiðtogi/stjórnandimeð því að nota tvær virkustu aðferðir til sjálfsþroska, stjórnunar og stefnumótunar í heiminum í dag, NLP og Coaching.  Við munum taka fyrir efni eins og samskipti, hegðunarmynstur og hvernig auðvelt er að fyrirbyggja og leysa úr ágreiningsmálum með NLP. Kennslan gerir ráð fyrir beinni þátttöku nemanna í verklegum æfingum þannig að þeir eignast hagnýtt verkfæri sem virkar strax frá fyrsta degi!

Í öðru lagi er ætlunin að leiða saman helstu forystukonur frá Færeyjum og Íslandi, byggja upp viðskiptatengslanet milli landanna og auka þannig á samheldni og kraft „Eylanda norðursins“... kenna og læra hver af annarri. Dagskrá hefur verið skipulögð í samráði við færeyska konsúlinn, Færeysk- íslenska viðskiptaráðið og munu þessir aðilar standa fyrir móttöku fyrir þátttakendur og fólk tengdu viðskiptalífinu. Færeyskar konur bíða spenntar eftir að endurgjalda góðar móttökur okkar í apríl sl.

Hrefna Birgitta og Dorthe kenna á námskeiðinu. Þær eru alþjóðlega vottaðir NLP–kennarar, HR–Coach og meðhöndlarar með áratuga reynslu í kennslu og Coaching fyrir stjórnendur og atvinnulífið í fleiri löndum. Kennslan fer fram á íslensku (fyrir íslenska þátttakendur) og eru kennslugögn á íslensku. Hópverkefni fara fram á móðurmáli hvors hóps. 

Greinar og fréttir

19.05.2016

Ummæli nemenda

NLP nam 1

  14. maí útskrifaði Bruen 6 nýja NLP-Practitioner markþjálfa sem nú eru tilbúnir í 12 mánaða verklegt þjálfunarferli.

Nánar
19.05.2016

2016 NLP-Coach nám hefst

NLP nam 2

1. september 2016 Byggir á grunnhæfnisþáttum NLP-Practitioner Coach og ICF um ACC vottun. Með sameiningu NLP og markþjálfunar er Bruen að bjóða nám í notkun 2ja virkustu leiða í sjálfsskoðun, samskiptum, breytingaferli og stefnumótun.

Nánar
19.05.2016

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í þjálfunarferli

Utskrift3

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í 12 mánaða þjálfunarferli 23.

Nánar
07.05.2015

Tímalína / Timeline

10360466 822223747862549 4746467612069438904 n

Tímagreining • Hvernig greinum við milli nútíðar, þátíðar og framtíðar? • Hvernig vitum við að eitthvað sem við höfum upplifað sé í raun fortíðin? • Hvernig vitum við að það sem við áætlum að gera, gerist í framtíðinni? Flestir...

Nánar

Þjónusta í boði

Bruen - Brúin
Hrefna Birgitta
Samstarfsaðilar
Coach      
Fyrir fyrirtæki
Leiðtogaþjálfun    

Fyrir hið opinbera
Hópþjálfun
Fyrir einstaklinga
Spurt og svarað
Hafa samband
Skrá sig á námskeið

NLP-Practitoner
NLP- meðhöndlun

Coaching námskeið

BTM námskeið 

Markmið & stefnumótun
Stafsmannasamtalið
Fyrirlestrar
styttri námskeið
Umsagnir 
Greinar

Ferðir og Fræðsla
Breyttur lífsstíl
Hvað er Coaching?
Hvað er NLP?
Fréttir