NLP Coaching

Coaching eða meðhöndlun?

Stundum getum við fengið tilfinningu af vonleysi og að næstum ómögulegt er að komast áfram í lífinu, sama hvað við gerum.  Við upplifum aðstæður sem læstar og án nokkurra valmöguleika. Reynsla sýnir að í slíkri stöðu er svaranna oftast að leita í fortíðinni. Vegna þessa getur stundum verið nytsamlegt að nota meðhöndlun og coaching til skiptis eða nota saman.

Sumir halda því fram að þessum tveimur aðferðum eigi ekki að blanda saman, en í NLP Coaching getur útkoman orðið enn áhrifaríkari og ánægjulegri en ella.

Coaching er aðferð með fókus á markmið í framtíð og ferli fram á við.

Meðhöndlun hins vegar beinir sjónum að fortíðinni og því að leysa upp það sem hugsanlega hindrar persónuna í því að komast áfram og lifa því lífi sem viðkomandi óskar. 

það hefur sýnt sig að oft er þunn lína á milli þessara tveggja aðferða.   Það getur verið ögrandi að finna út hvað þarf að gera til að viðkomandi komist áfram.  Á að nota bara coaching eða meðhöndlun með?

Það er meira ”inn” í dag er að hafa coach.  Fyrir suma er það ”fínna” að hafa coach enn að segjast hafa meðhöndlara.

Í NLP Coaching skiptir engu máli, hvað það er kallað.  Í NLP- Coaching er það styrkur að geta veitt bæði coaching og meðhöndlun.  Það gefur tækifæri til að ná enn betri árangri faglega og skjólstæðingurinn hefur fleiri valmöguleika til að leysa sín mál og fá nýja lífsstefnu.

*Ég veit að við erum öll bara venjulegt fólk, sama hvaða vinnutitil eða nám við setjum á okkur erum við full af tilfinningum og lífsreynslu sem hefur sett sín spor, góð og vond. Þessi reynsla flytur okkur annað hvort að óskuðu marki og nýjum árangri, eða hún hindrar okkur og stendur í vegi fyrir því að við náum tilætluðum árangri og því sem við óskum.

Stundum er hrein meðhöndlun nauðsynleg áður en lífið getur haldið áfram og þá er NLP full af verkfærum til að leysa og losa um sannfæringar og upplifanir sem hindra viðkomandi í að lifa „góðu og sársaukalausu“ lífi.

Bruen meðhöndlun

Flestar manneskjur hafa á lífsleiðinni upplifað sársauka og verki, eða hafa orðið veikir líkamlega eða andlega.  Venjulega verðum við frísk eftir skamman tíma.  En stundum gerist það að ”eitthvað sest fast” í líkama eða sál.  Þetta gerist oft eftir að við einöngrum þetta ”eitthvað” í lengri tíma.

Því er nefnilega þannig farið að ef við höfum það ekki gott sálarlega þá mun líkaminn segja frá, og öfugt, ef við höfum það ekki gott líkamlega hefur það áhrif á sálartetrið.  Líkami og sál hafa þannig áhrif á hvert annað og reina oft á tíðum að gefa okkur merki um að ekki sé alt eins og það eigi að vera, í gegnum verki, þreytu, eða annarskonar kvilla.

Þegar svo er komið þurfum við oft á hjálp að halda til að leysa upp þetta „eitthvað” 

Einn til einn, eða fjölskyldan.

Í meðhöndlun er hægt að nota ýmsar og breytilegar aðferðir, bæði hefðbundnar og óhefðbundnar.  Saman eða hverja fyrir sig. Með grunnleggjandi samtali í fyrsta tíma finnum við út í sameiningu hvaða ögranir (verkefni) þú/ þið standið frammi fyrir.

Hvað er það eiginlega sem þú/ þið hafið þörf fyrir?

Sem heildrænn-meðhöndlari er ég upptekin af því að sjá og hlusta á „alla“ manneskjuna/ fjölskylduna, bæði líkamlega og andlega.  Vegna þessa finnst mér mikilvægt að fá heildræna mynd af aðstæðunum og þannig fá stærri möguleika á að finna þá bestu aðferð sem getur sett af stað jákvætt heilunarferli. Til að finna út úr þessu nota ég ”Lífshjólið” eins og ég geri í coaching.  Við fáum yfirlit yfir aðstæðurnar.

 

Hvernig hefur þú/ þið það, EIGINLEGA?

Fyrir fyrirtæki

Að meðhöndlun eigi einnig heima inn í fyrirtækjum, er augljóst í mínum augum. Ég trúi því að þeir stjórnendur sem taka eftir því hvernig starfsmennirnir eiginlega hafa það, og gera eitthvað til að bæta líðan þeirra, hafi færri veikindafjarvistir enn þau fyrirtæki sem ekki gera. Hvort sem veitt eru tilboð um nudd, samtöl eða aðrar leiðir til að ”sjá starfsmennina”, þá trúi ég því að til lengdar muni þetta gagnast bæði fyrirtækinu og starfsmönnunum

Ég trúi því einnig að ”fyrirtækið sjálft”, í sumum tilfellum þurfi meðhöndlun.  Kanski finnast einhver óæskileg munstur, sem endurtaka sig aftur og aftur, sem skapa óæskilegann vinnumóral. Með því að verða meðvitaður um og breyta óæskilegu atferli og mynstrum, gefst tækifæri til að breyta þessu til batnaðar

Fyrir stjórnendur

Ef þú ert stjórnandi, ert þú líka „bara manneskja“, full/ur af tilfinningum og ”prógrömmum”. Sum sem hjálpa þér áfram og gefa þér ánægju og góðan árangur.  Meðan önnur gefa þér hindranir og hugsanlega upplifun af að þú sért strand og komist ekki lengra…(í bili).

Þú sem stjórnandi og ”bara manneskja”, getur líka þurft á hjálp og meðhöndlun að halda. Oft geta „meðhöndlandi“ samtöl lyft þungu fargi af öxlunum og þannig létt gönguna áfram.  Slíkt samtal getur oft verið lykillinn að árangursríku coachingferli og gefið nýja og dýpri ánægjutilfinningu.

Fyrir aðra

Reynsla mín er sú að fólk flest geti haft þörf fyrir einhverskonar meðhöndlun á lífsleið sinni. Hvort þú ert stjórnandi eða ekki, þá hefur þú stjórnunarhlutverk í þínu eigin lífi.  Það er þín ábyrgð að taka eftir og hlusta á hvað líkami þinn og sál eru að segja þér.

Bruen gæti haft einhver verkfæri fyrir þig, þú gætir lært að nota þau og svo er þitt hlutverk að nýta þau. 

 Áður en þú velur meðhöndlun, spurðu sjálfan þig:

  • Hvað mun gerast ef ég geri ekki neitt?
  • Hvernig vil ég nota líf mitt þegar ég er orðin/n frísk/ur?
  • Hvað mun breytast í lífi mínu þegar ég nú er frísk/ur?

Greinar og fréttir

19.05.2016

Ummæli nemenda

NLP nam 1

  14. maí útskrifaði Bruen 6 nýja NLP-Practitioner markþjálfa sem nú eru tilbúnir í 12 mánaða verklegt þjálfunarferli.

Nánar
19.05.2016

2016 NLP-Coach nám hefst

NLP nam 2

1. september 2016 Byggir á grunnhæfnisþáttum NLP-Practitioner Coach og ICF um ACC vottun. Með sameiningu NLP og markþjálfunar er Bruen að bjóða nám í notkun 2ja virkustu leiða í sjálfsskoðun, samskiptum, breytingaferli og stefnumótun.

Nánar
19.05.2016

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í þjálfunarferli

Utskrift3

NLP-markþjálfanemar tilbúnir í 12 mánaða þjálfunarferli 23.

Nánar
07.05.2015

Tímalína / Timeline

10360466 822223747862549 4746467612069438904 n

Tímagreining • Hvernig greinum við milli nútíðar, þátíðar og framtíðar? • Hvernig vitum við að eitthvað sem við höfum upplifað sé í raun fortíðin? • Hvernig vitum við að það sem við áætlum að gera, gerist í framtíðinni? Flestir...

Nánar

Þjónusta í boði

Bruen - Brúin
Hrefna Birgitta
Samstarfsaðilar
Coach      
Fyrir fyrirtæki
Leiðtogaþjálfun    

Fyrir hið opinbera
Hópþjálfun
Fyrir einstaklinga
Spurt og svarað
Hafa samband
Skrá sig á námskeið

NLP-Practitoner
NLP- meðhöndlun

Coaching námskeið

BTM námskeið 

Markmið & stefnumótun
Stafsmannasamtalið
Fyrirlestrar
styttri námskeið
Umsagnir 
Greinar

Ferðir og Fræðsla
Breyttur lífsstíl
Hvað er Coaching?
Hvað er NLP?
Fréttir